Um okkur

Húsanes var stofnað 1. maí 1979 af Halldóri Ragnarssyni múrarameistara ásamt öðrum og er hann framkvæmdastjóri félagsins en auk hans er Húsanes í eigu Heiðars Halldórssonar viðskiptafræðings og er hann fjármálastjóri fyrirtækisins. Húsanes hefur frá upphafi sérhæft sig í byggingu íbúðarhúsnæðis og byggt um 1.500 íbúðir frá stofnun félagsins. Jafnframt hefur félagið sinnt ýmsum öðrum byggingarframkvæmdum fyrir bæði einkaaðila sem og opinberar stofnanir.

Fyrirtækið hefur m.a. byggt sundmiðstöð, laxeldisstöðvar, skólahúsnæði, hótel og verslunarhúsnæði og fjölda annarra bygginga. Hefur Húsanes þannig áratuga reynslu og víðtæka þekkingu á allri mannvirkjagerð sem og hönnun þar að lútandi. Húsanes starfar samkvæmt gæðakerfi Mannvirkjastofnunar Íslands.


Sýnishorn af verkum

Húsanes hefur áratuga reynslu og víðtæka þekkingu á allri mannvirkjagerð sem og hönnun.
Hafa samband

Sendið okkur línu
Upplýsingar

heidar@husanes.is

896 2512

Hafnargötu 90
230 Reykjanesbæ